Penzim gel 50ml

3.760 kr

Náttúrulegur íslenskur húðáburður með öflugum próteinkljúfandi trypsín-ensímum úr Norður-Atlantshafsþorski. Nærandi, græðandi og rakagefandi áburður sem hefur sefandi áhrif á ýmis óþægindi í húð. Penzim er gott á heilsuna – gott á allskonar – gott á þig!

Einstakt í sinni röð
Penzim inniheldur hreinsuð próteinkljúfandi meltingarensím úr Norður-Atlantshafsþorskinum sem veiddur er við strendur Íslands. Kraftur ensímanna eykst til muna þegar þau vinna við líkamshita mannsins og eru ensím af þessum styrkleika vandfundin, hvort heldur sem er í dýra- eða jurtaríkinu. Virkni ensíma er þekkt í heimi læknavísindanna.

Hrein náttúruafurð
Í Penzim eru öflug hreinsuð meltingarensím úr íslenskum þorski ásamt öðrum náttúrulegum innihaldsefnum. Í Penzim eru engin rotvarnarefni, fita, olía, ilm- eða litarefni sem valdið geta ofnæmis-viðbrögðum.

Fjölbreytt notkun
Penzim hentar í raun hvar sem heppilegt þykir að nýta lífhvata til að auðvelda líkamanum að endurnýja sig og bæta.

Notkun

Gott er að nota Penzim 2-3svar sinnum á dag eða eftir þörfum. Best er að nudda Penzim vel inn í húðina ef því verður við komið. Enda þótt einungis þurfi lítið magn af Penzim hverju sinni er engin hætta talin vera á því að mikil notkun þess sé skaðleg.

Penzim má geyma við stofuhita eða í kæli og heldur það fullri virkni í að minnsta kosti 2 ár frá framleiðsludegi. Rétt er að forðast geymslu þess í sólarljósi eða þar sem hiti verður mikill.

Innihald

Glycerin, vatn, Penzyme®, Sorbitol, Alcohol, Carbomer, Sodium hydroxide, Carbomer, Tromethamine og Hydrochloric acid.

SKU: 200113 Vöruflokkar: ,