Swanson Sprouted Broccoli Seed 60 vegan hylki

2.590 kr

  • Einstaklega öflug uppspretta næringar úr jurtum af krossblómaætt (Cruciferae)
  • Inniheldur vítamín, steinefni og plöntunæringarefni
  • Stuðlar að auknu heilbrigði

Swanson Made with Organic Sprouted Broccoli Seed beislar kraftinn sem býr í plöntunæringu spergilkálsins í mjög sterkum kjarna sem stendur vörð um þína heilsu. Spergilkál er löngu þekkt sem eitt hollasta grænmeti í heimi og það er ekki að ástæðulausu. Það er stútfullt af vítamínum, steinefnum og mikilvægum plöntunæringarefnum, auk þess sem það hefur verndandi og heilsueflandi eiginleika. Eitt mikilvægasta þessara plöntunæringarefna er sulforaphane, sem er efnasamband sem verkar eins og „merkjasendingarsameind“ og virkjar tjáningu gena sem koma að framleiðslu á afeitrandi og andoxandi ensímum í öllum líkamanum.*

Þótt sulforaphane sé til staðar í flestu grænmeti af krossblómaætt er öflugasta uppsprettan án nokkurs vafa nýspíruð spergilkálsfræ, en þau innihalda yfir hundrað sinnum meira af sulforaphane miðað við massa en fullvaxin jurt, sem gerir fræin að frábærum kosti til að auka magn sulforaphane í líkamanum. Sprouted Broccoli Seed inniheldur heil 400 mg af spíruðum spergilkálsfræjum í handhægum hylkjum úr jurtaefni, en þannig auðveldum við þér að hámarka inntöku sulforaphane og allra hinna gagnlegu plöntunæringarefnanna sem þessi mikilvæga næringaruppspretta státar af.

1 vegan hylki einu sinni til tvisvar á dag.

Notkun

Innihald

Organic Sprouted Broccoli Seed

SKU: 88028542 Vöruflokkur: