Moducare® 90 hylki

3.699 kr

Moducare® bætir, styrkir og stuðlar að heilbrigðu jafnvægi á ónæmiskerfinu. Ef Moducare® er tekið inn daglega getur það einnig hjálpað við að koma í veg fyrir bakteríu- og veirusýkingar og minnkað ofnæmisviðbrögð. Þá er Moducare® talið vera mjög bólgueyðandi.

Moducare® bætir, styrkir og kemur jafnvægi á ónæmiskerfið. Moducare® er einkaleyfisvarin blanda af plöntunæringarefnum, sterólum og sterólínum, í hlutfallinu 100:1, sem staðfest er af klínískum rannsóknum. Þessi blanda hefur reynst áhrifarík við að stuðla að jafnvægi ónæmiskerfisins með því að bæta vanvirkt ónæmiskerfi og/eða að stilla af ofvirkt ónæmiskerfi. Ef Moducare® er tekið inn daglega getur það einnig hjálpað við að koma í veg fyrir bakteríu- og veirusýkingar og minnkað ofnæmisviðbrögð. Þá er Moducare® talið vera mjög bólgueyðandi.

Moducare® er bætiefni til daglegrar inntöku sem þú getur tekið eins lengi og þú vilt til að halda jafnvægi í ónæmiskerfinu. Sterólar og sterólín „laga“ ekki ónæmiskerfið en veita þau næringarefni sem þörf er á til að halda því í jafnvægi. Þau frásogast í smáþörmunum og berast svo í frumuhimnuna. Þar nýtast þau boðefnakerfi frumunnar og stilla af tiltekna ónæmisþætti sem geta hjálpað við að bregðast við sjúkdómum.

Rannsóknir á sterólum hafa verið gerðar síðan á 3. áratug 20. aldar. Rannsóknir á þeirri blöndu af sterólum og sterólínum sem er í Moducare® hófust í Suður-Afríku og hafa farið fram um áratugabil. Hún hefur verið þaulprófuð og farið í gegnum klínískar rannsóknir, þ.m.t. tvíblindum samanburðarrannsóknum með lyfleysu. Þessar rannsóknir hafa sýnt fram á að Moducare® getur aukið virkni náttúrulegra drápsfruma og getur einnig skilað árangri við meðhöndlun langvinna bólgusjúkdóma svo sem liðagigtar og árstíðabundins ofnæmis. Nokkrar rannsóknir á plöntusterólum og -sterólínum hafa verið birtar í alþjóðlegum læknatímaritum.

Notkun

Fullorðnir og börn 17 ára og eldri: Takið 1 hylki þrisvar sinnum á sólarhring EÐA 2 hylki í upphafi dags og 1 hylki fyrir svefn.

Börn 11 til 16 ára: Takið 1 hylki tvisvar sinnum á sólarhring.

Börn 5 til 10 ára: Takið 1 hylki einu til tvisvar sinnum á sólarhring.

ATH! Til að ná sem bestum árangri skal taka hylkin með vatni eða safa á fastandi maga á milli máltíða. Notið í að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði til að sjá jákvæð áhrif.

Engar milliverkanir eru þekktar á milli Moducare® og annarra náttúrulegra bætiefna. Engar afdráttarlausar vísbendingar eru um milliverkanir við lyf. Moducare® skal ekki notað af líffæra- og vefjaígræðsluþegum, þ.m.t. þeim sem hafa fengið beinmergs- eða hornhimnuígræðslu, eða af einstaklingum með sögu um sykursýki eða heila- og mænusigg, nema samkvæmt ráðleggingum og undir beinu eftirliti heilbrigðisstarfsmanns. Má ekki nota ef þú ert þunguð, með barn á brjósti eða ert með sítósterólhækkun. Sumir einstaklingar gætu fundið fyrir tímabundnum meltingarvandamálum, útbrotum, höfuðverkjum og þreytu.

Innihald

Plant Sterols (from Maritime Pine)  20mg

Plant Sterollins (from Maritime Pine)  0,2mg

Önnur innihaldsefni: Microcrystaline cellulose, rice flour, magnesium stearate and silicon dioxide.

Laust við: Mjólk, glútein, dýraafleiður, litarefni, sykur og rótvarnarefni.

 

Moducare® er frábær uppspretta plöntusteróla. Þessa góðu jurtafitu, sem einnig er nefnd fítósteról, má finna í ávöxtum, grænmeti, hnetum og fræjum. Fítósteról hafa ónæmisaukandi eiginleika og geta virkjað frumurnar sem stýra ónæmi. Fítósteról eru einnig bólgueyðandi og geta hjálpað við að minnka losun á streituhormóninu kortísól. Saman getur þessi ávinningur af notkun fítósteróla styrkt daglega heilsu ónæmiskerfisins mjög mikið.
SKU: 88032434 Vöruflokkar: ,