Þarahylkin innihalda þarablöndu sem er afrakstur margra ára rannsóknarvinnu til að tryggja að varan innihaldi bestu blöndu hráefna sem í boði er til að tryggja rétt hlutföll af lífrænu joði, Fucoxanthin, Fucoidan, próteini, ómega-3 fitusýrum og A, D2, B1, B3, B2, B12, E & C vítamínum. Þarahylkin eru lífrænt vottuð af TÚN.
Allur þari er handtíndur á merktum svæðum sem fá tíma til að hvíla sig að uppskeru lokinni.
100% ENDURVINNANLEGAR UMBÚÐIR
Þarahylkin eru í 100% niðurbrjótanlegum umbúðum sem eru framleiddar úr endurunnu hráefni.
SJÁLFBÆRNI OG SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ
Algarum er lítið handverksfyrirtæki sem leggjur mikinn metnað í framleiðsluna. Allur þari er handtíndur á merktum svæðum sem fá tíma til að hvíla sig að uppskeru lokinn. Fyrirtækið starfar í sátt og samlyndi við náttúruna með það að markmiði að varðveita auðlindir hafsins fyrir komandi kynslóðir. Á heimasíðu fyrirtækisins má sjá hvernig þaratínslan fer fram.
Þarahylkin eru framleidd á Íslandi og eingöngu er notast við íslenskan lífrænt vottaðan þara.