Melting

Góð melting er okkur öllum mikilvæg, grunnur af góðri heilsu er meðal annars heilbrigt starfandi meltingarkerfi. Margir ef ekki flestir finna fyrir ónotum í maga og þörmum einhverntímann á lífsleiðinni. Þar spila inní áhrifaþættir eins og lítill eða óreglulegur svefn, álag og stress, lítil sem engin hreyfing og matur sem við þolum illa, má þar nefna mikið unna fæðu.

Ástæðurnar geta verið margar, næstum eins margar og fjöldi tilfella. Oftar en ekki veist þú svarið við því, af hverju meltingin/maginn þinn er ekki í jafnvægi.

Heilsuver er með bætiefni sem meðal annars hafa fyrirbyggjandi áhrif á þarmaflóruna. Má þar nefna við uppþemdum maga, gegn lausum og eða hörðum hægðum. Einnig erum við með úrval bætiefna sem henta vel fyrir magaflóruna þegar við ferðumst.

Heilsuráðgjafinn hjá Heilsuveri tekur vel á móti þér.

 

  • Engar vörur í körfunni